Varað við ESB inngöngu – tökum fyrst til heima!

Ágæt þátttaka var í 1. maí kröfugöngu á Ísafirði þrátt fyrir hryssingslegt veður. Hátíðarhöldin þóttu takast vel og var gríðarlegt fjölmenni í kaffisamsæti að dagskrá lokinni. En hefð er orðin fyrir því að 1. maí nefnd stéttarfélaganna bjóði í kaffi á þessum baráttudegi verkalýðsins.