Samningar í höfn á Reykhólum

Kjarasamningur starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar hf. voru undirritaðir eftir hádegið í dag. Meginmarkmið kjarasamninganna var að ná sem mestri hækkun inn á dagvinnutaxtann, en uppbygging taxta starfsmanna Þörungaverksmiðjunnar er á nokkuð annan veg en gerist á almennum markaði.

Verðbólga enn á uppleið

Illa gengur að ná tökum á verðbólgunni sem mælist nú 12,3% á ársgrundvelli. Mest áhrif á hækkun verðbólgunnar er stöðugt hækkandi bensín og olíuverð, sem hækkaði um tæp 6% á milli mánaða. Þá hafa hækkanir á viðgerðum og viðhaldi húsnæðis um rúm 7% nokkur áhrif. Ekkert lát virðist vera á hækkun á mat og drykk […]