Fæðispeningar sjómanna á fiskiskipum

Samkvæmt kjarasamningi og samkomulagi forsendunefndar hækkuðu fæðispeningar sjómanna á fiskiskipum þann 1. júní síðastliðinn. Fæðispeningar sjómanna eru endurskoðaðir árlega miðað við breytingu á fæðisvörulið vísitölu neysluvöruverðs.