Heiðursmerki fyrir framgöngu í verkfalli Baldurs 1926 !
Sigurður Bjarnason verkamaður fékk á sínum tíma afhent heiðursmerki fyrir framgöngu sína í verkfallsátökum Baldurs á Ísafirði árið 1926. Sigurður var fæddur 1893 og lést árið 1971. Eftir verkfallið 1926 og átökin sem þá urðu á Edinborgarbryggju fékk hann viðurnefnið Sýrafellir.