Bætur lífeyrisþega hækka

Í dag kemur annar áfangi vegna breytinga á lögum um almannatryggingar til framkvæmda. Markmið breytinganna á að vera að bæta kjör ellilífeyrisþega og öryrkja, en betur má ef duga skal og ekki verða lífeyrisþegar of sælir af því sem í askana er skammtað.