Kaupmáttarrýrnun eykst

Það kemur fram á vef ASÍ að kaupmáttur launa í júní hafi verið 3,7% minni en á sama tíma á síðasta ári. Það sem er þó mest sláandi í þessu að á ársgrundvelli verður kaupmáttar rýrnunin mest á tímabilinu febrúar – maí á þessu ári, á sama tíma og launahækkanir nýgerðra kjarasamninga koma einnig inn í mælinguna.