Tekjuskattur – breytinga þörf !

Þau ummæli sem formaður Verk Vest hafði um breytingar á skattkerfinu í kvöldfréttum sjónvarps í gær leggjast misilla í landann. Til að fara aðeins yfir hvernig þetta er hugsað þá var hugmyndin að skattleysismörkin yrðu hækkuð í 170 þús. og eftir að því tekjumarki er náð yrði greiddur 18% tekjuskattur af launum.