Stjón Verk Vest samþykkir stofnaðild að Starfsenfurhæfingu Vestfjarða

Stjórnarfundur Verk Vest var haldinn á Kaffi Rís á Hólmavík laugardaginn 16. ágúst. Góð mæting deildarformanna víða af félagssvæðinu var á fundinn þrátt fyrir að um langan veg væri að fara hjá sumum fundarmanna. Á fundinum voru til umfjöllunar fjölmörg álitamál er varða bæði daglegan rekstur félagsins og þjónustu við félagsmenn sem og málefni er varða framtíðarskipulag félagsins og þátttöku þess í stofnun Starfsendurhæfingar Vestfjarða.