Þjóðarsátt – hver á að borga ?

… Það væri undarleg sátt ef verkafólk ætti við núverandi aðstæður að taka við slíku kosta boði eins og einhverri frelsun. Þegar sátt er náð þá á sáttin ekki að felast í því að annar aðilinn fari helsærður frá samningaborðinu og verði vart hugað líf næstu árin. Ekki verður hægt að saka almennt launafólk um að vera helsti orsakavaldurinn að því ástandi sem ríkt hefur í íslensku efnahagslífi undanfarna mánuði.