Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest fagnar hugmyndum um niðurgreiðslu flutningskostnaðar

Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest fundaði í gærkvöldi. Gestur fundarins átti að vera Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdarstjóri ASÍ, en vegna óhagstæðs flugveðurs komst hann ekki vestur. Á fundinum voru ýmis mál tekin fyrir ásamt líflegum umræðum um efnhagsástandið og stöðu launþega sem búa við sífelldar hækkanir á nauðsynjum og þjónustu. Einnig var á fundinum kosin ný kjörnefnd fyrir starfsárin 2009 – 2011.