Stofnfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða
Starfsendurhæfing Vestfjarða verður formlega stofnuð n.k. fimmtudag þann 25. september 2008. Undanfarið hefur starfshópur unnið að undirbúingi þessarar stofnunar en frumkvæðið að þeirri vinnu var hjá Lífeyrissjóði Vestfirðinga sem lét gera úttekt á þörf fyrir starfsendurhæfingu á Vestfjörðum.