Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra blæs til sóknar í neytendamálum.

Á fundi sem viðskiptaráðherra stóð fyrir á hótel Ísafirði í gærkvöldi kom fram að innan hans ráðuneytis er í gangi öflug vinna sem stuðlar að aukinni neytendavernd og að íslenskir neytendur verði meðvitaðri um fjármálaumhverfi dagsins í dag. Þá boðaði ráðherra einnig að hjá samkeppniseftirlitinu og neytendastofu muni í auknum mæli verði notast við stjórnsýsluúrræði og sektarákvæði vegna brota er varð neytendur.