Stofnfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 25. september 2008
Mikil samstaða og góðar undirtektir sveitarfélaga, stofnana og stéttarfélaga á Vestfjörðum hafa skapað þann grundvöll sem þurfti til að koma Starfsendurhæfingu Vestfjarða (SEV) á laggirnar. Stofnfundur SEV var haldinn á Hótel Ísafirði þangað sem stofnaðilum og öðrum gestum hafði verið boðið til að taka þátt í staðfestingu á þessum merka áfanga sem slíkt endurhæfingarúrræði er.
Framhaldsnámskeið trúnaðarmanna
Fyrirhugað er að halda framhaldsnámskeið fyrir trúnaðarmenn hjá Verk Vest dagana 27. – 31. október nk. 3ja daga námskeið fyrri hluti og 2ja daga námskeið seinni hluti, dagana 3. – 7. nóvember. Námskeiðið er framhald af þeim námskeiðum sem félagið stóð fyrir sl. vor í samstarfi við Fos-Vest.