Hvaða inneignir almennings eru tryggðar ?
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, hefur gefið út leiðbeiningar vegna inneigna almennings í banka og fjármálastofnunum. Er þar farið yfir hvaða reglur gilda um innistæður, séreignasparnað og séreignasjóði. Er þar bæði vísað í lög um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta þ.e. tryggingasjóðslögin, og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október sl. en samkvæmt henni mun ríkissjóður ábyrgjast allar innistæður. […]