Hlutastörf og hlutabætur

Að tilstuðlan félags- og tryggingamálaráðherra, ASÍ og SA hafa verið gerðar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóð launa sem er ætlað að koma til móts við breyttar aðstæður á vinnumarkaði og þá áherslu sem lögð hefur verið á mikilvægi þess að sem flestir geti verið virkir þátttakendur á vinnumarkaði að einhverju leyti, sjálfum sér og samfélaginu til hagsbóta.