Skrifað undir samning við sveitarfélögin – megin áhersla á launaliði

Á fimmta tímanum í dag skrifaði samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands ( SGS ) undir samning við Launanefnd sveitarfélagnna ( LN ) um framlengingu og breytingar á kjarasamningi við sveitafélögin. Gildistími samningsins er frá 1.desember 2008 – 31. ágúst 2009. Einnig var undirrituð yfirlýsing milli aðila sem tekur á því að náist sátt um sameiginlega niðurstöðu á almennum og opinberum markaði, þá mun sú niðurstaða gilda frá þeim tíma og með þeim breytingum sem niðurstaðan felur í sér.