Viðhald og endurbætur eldri timburhúsa – námskeið á Patreksfirði

Dagana 5. og 6. desember nk. mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Húsafriðunarnefnd og VerkVest halda námskeið á Patreksfirði ætlað húsasmiðum. Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöður og burðarvirki eldri timburhúsa. Farið er yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul hús sem hefur verið gert við og hús sem þarfnast viðgerða. Einnig er […]

“Lægjum öldu reiði og óánægju – byggjum upp til framtíðar !”

Fundur stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðfélags Vestfirðinga sem var haldinn í húsi félagasins í gær var vel sóttur og umræður heitar og líflegar. Fyrsta mál á dagskrá fundarins var nýgerður samningur við Launanefnd sveitafélaga um framlengingu kjarasamnings og breytingar sem honum fylgja. Þá var einnig tekið fyrir breytingar á atvinnuleysisbótum sem fjall um hlutastörf og hlutabætur sýndist sitt hverjum í þeim efnum en almennt voru fundarmenn á því að þessar breytingar stuðluðu að því að gera fyrirtækjum og starfsfólki að halda ráðningarsambandi ef fara á í breytingar á starfskjörum. Ítrekað var að fyrirtæki ættu að skoða þessa möguleika áður en ákvörðun yrði tekin um uppsagnir.