Jólagjöfin í ár – enn frekari hækkun á verðbólgu !

Nýjustu mælingar á verðbólgu sýna að sá raunveruleiki sem blasir við okkur er með nöturlegri jólakveðjum sem heimili landsmanna fá yfir sig þessa dagana. Þrátt fyrir að ráðamenn þjóðarinna hafi hvatt til þess að hækkanir á neysluvöru yrðu takmarkaðar af fremsta megni, þá hafa þeir nú boða ýmsar hækkanir sem eiga eftir að reynast mörgu heimilinu erfiðar. Hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið, jú við skulum líka hækka, það hlýtur að vera í lagi ! Við skulum rétt vona að verslun og þjónusta fari ekki í sama farveg og ríkisstjórnin og æði af stað með hækkanir með skeliflegum afleiðingum fyrir samfélagið allt.