Breytingar á greiðslum styrkja fræðslusjóða

Frá og með 1. janúar voru teknar upp breytingar við greiðslu fræðslustyrkja hjá Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt. Nú verða styrkir afgreiddir um leið og viðkomandi kemur með kvittun vegna greiðslu á námi/námskeiði. Hingað til hafa styrkir ekki verið afgreiddir fyrr en að námi/námskeiði loknu. Þetta er gert til að koma betur á móts við þarfir markhóps sjóðanna. Sérstaklega þegar kreppir að og atvinnuleysi gerir vart við sig í meira mæli en verið hefur. Þá getur þetta einnig reynst hvatning til náms fyrir ungt fólk sem hætt hefur námi á ákveðnum tíma og langar síðan að reyna fyrir sér á ný – hættir að vinna og byrjar í námi.

Ánægja með námskeið fyrir smiði

Dagana 30 – 31. janúar var haldið námskeið í viðhaldi og viðgerðir húsa á vegum Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Iðunnar fræðaseturs. Kennarar á námskeiðinu voru þeir Jón Sigurjónsson og Björn Marteinsson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það var mál þátttakanda að námskeiðið hefði verið gagnlegt og myndi nýtast vel sérstaklega ef endurgreiðsla virðisaukaskatts af endurbótum yrði að veruleika. […]