Skiptar skoðanir um framvindu kjarasamninga

Á fundi formanna inna ASÍ sem haldinn var á Grand Hótel í dag voru skiptar skoðanir um hvort rétt væri að óska eftir frestun á endurskoðun kjarasamninga eða ekki. Samhljómur var meðal landsbyggðarfélaganna sem velflest lögðust gegn því að frestunarleiðin yrði farin. Skilaboð frá samninganefnd Verkalýðsfélags Vestfirðinga inn á fundin voru skýr, almennt launafólk á Vestfjörðum hefði ekki notið launaskriðs í góðærinu og því væri ósangjarnt að ætla þeim sem undanfarin misseri hefðu eingöngu verið á strýpuðum töxtum að taka á sig enn frekari skerðingar í formi frestunar á endurskoðun kjarasamnings langt fram á sumar.