Gagnlegar upplýsingar til launafólks
Við þær aðstæður sem nú hafa skapast í atvinnulífi landsmanna er nauðsynlegt að halda rekstri fyrirtækja gangandi. Þó er ekki ólíklegt að einstaka fyrirtæki fari í gjaldþrot eða einhver skipti um eigendur. Þessi staða á vinnumarkaði gæti valdið starfsfólki áhyggjum um eigið atvinnuöryggi og framtíð heimila þeirra. Stéttarfélögin munu leitast við að veita félagsmönnum sínum alla þá aðstoð og ráðgjöf sem unnt er, en félögin hafa gott og vel þjálfað starfsfólki í sinni þjónustu.