Tillaga kjörnefndar eina framboðið til stjórnarkjörs

Ekki bárust önnur framboð til stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Vestfirðinga en sú tillaga sem kjörnefnd lagði fram, en framboðsfrestur rann út þann 26. febrúar síðast liðinn. Teljast þeir einstaklingar sem þar voru boðnir fram því réttkjörnir í stjórn og trúnaðarstörf fyrir félagið starfsárin 2009 – 2011. Samkvæmt 21. grein laga félagsins skal lýsa kjöri sjórnar, […]

Fréttir frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða – SEV

Starfsendurhæfing Vestfjarða tók til starfa 1. janúar síðastliðinn og er starfsemin til húsa í Vestrahúsinu, Árnagötu 2 – 4 á Ísafirði. Starfsendurhæfing Vestfjarða er sjálfseignarstofnun og hefur það að markmiði að veita einstaklingum á Vestfjörðum endurhæfingu til atvinnuþátttöku í heimabyggð og auka þannig lífsgæði þeirra og fjölskyldna þeirra.