Heilsuátak fyrir atvinnulausa félagsmenn

Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Félag járniðnaðarmann á Ísafirði hafa skrifað undir rammasamning við Ísafjarðarbæ og Stúdíó Dan á Ísafirði þannig að atvinnulausir félagsmenn geti sótt líkamsrækt og sund sér að kostnaðarlausu. Samningurinn gildir til 31.12.2009. Verk Vest hefur sent erindi til allra sveitafélaga á félagssvæðinu þar sem óskað er eftir að gera samskonar rammasamninga.