Orlofsfréttabréf – félagsskírteini

Félögum í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga ætti nú að hafa borist fréttabréf orlofsnefndar ásamt umsóknum um sumbústaði sem félagsmönnum standa til boða sumarið 2009. Umsóknunum þarf að skila inn fyrir 2.apríl 2009. Þess má geta að í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi sl. sumar, þá var ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á húsum okkar í Ölfusborgum. Munar þar mest um breytingu á eldhúsum þar sem allt var endurnýjað, þá voru svefnherbergi stækkuð og rúm endurnýjuð.