Launahækkanir komi til framkvæmda strax !

Allmörg fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á vinnu verkafólks eða ófaglærðra virðast vissulega hafa úr meiru að moða en kom fram hjá Samtökum Atvinnulífsins í aðdraganda frestunar launahækkana. Þessi fyrirtæki hefðu að öllum líkindum getað greitt út umsamdar launahækkanir þann 1. mars sl. Nú ber svo við að eitt þessara fyrirtækja, HB – Grandi sem hafði fengið frest hjá launþegum til launahækkana, ákveður að greiða eigendum sínum all ríflegan arð. Arðgreiðslan sem um ræðir er engin ölmusa, kr. 150.000.000 já 150 milljónir króna, hún hefði dugað til að greiða fiskvinnslufólks fyrirtækisins 13.500 króna hækkunina í 8 ár, og svo segja menn að vinnsla og veiðar séu vart á vetur setjandi svo slæmt sé ástandið.