Miðstjórn ASÍ ályktar um siðferði og samfélagslega ábyrgð
Miðstjórnarfundur ASÍ sendi frá sér eftirfarandi ályktun um siðlausa ákvörðun stjórnar HB-Granda. Þessi ákvörðun setur samkomulag samninganefndar ASÍ við Samtök Atvinnulíf í algjört uppnám. Þá hefur gjörningurinn einnig hleypt illu blóði í launþega sem fyrir stuttu fengu ekki greiddar út umsamdar kauphækkanir sem áttu að koma til framkvæmda þann 1. mars sl. vegna samkomulagsins.
Siðlaus ákvörðun stjórnar HB-Granda”Miðstjórn ASÍ telur tillögu stjórnar HB-Granda um hundruð milljón króna arðgreiðslur til eigenda siðlausa við núverandi aðstæður og skorar á stjórnina að draga tillöguna til baka ella greiða starfsfólki áður umsamdar launahækkanir án tafar.