Fleiri fyrirtæki bætast í hópinn og boða hækkanir á taxtalaunum

Á heimasíðu Einingar – Iðju á Akureyri kemur fram að á starfsmannafundi fyrr í dag hafi Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdarstjóri Brims á Akureyri tilkynnt að launataxtar yrðu hækkaðir um kr.13.500 frá 1. mars sl. „Við höfum ávalt leitast við að standa við alla þá samninga sem við erum aðilar að og því hækkum við taxtana frá og með 1. mars um 13.500 krónur.” Var haft eftir Ágústi Torfa við þetta tækifæri. Þá má einnig lesa á orðum Önnu Júlíusdóttur

Starfsfólk HB- Granda fær launahækkanir – Setjum vestfirskt verkafólk við sama borð.

Á starfsmannafundi hjá HB – Granda á föstudag tilkynnti forstjóri fyrirtækisins að áður frestaðar taxtahækkanir starfsfólks kæmu til greiðslu frá 1.mars eins og kjarasamningur kvað á um. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Verkalúðsfélags Akraness, en fréttina í heild má lesa hér. Verkalýðsfélag Vestfirðinga sendir starfsfólki HB – Granda árnaðaróskir með kjarabæturnar.