Ákvörðun um breytingu á réttindum tekin á aðalfundi sjóðsins 21. maí

Tryggingafræðileg úttekt Lífeyrissjóðs Vestfirðinga miðað við síðustu áramót liggur nú fyrir, en samkvæmt þeirri úttekt þá þá er staða sjóðsins neikvæð um 16%. Rétt er að geta þess að vegna góðrar ávöxtunar undanarin ár þá hafa lífeyrisréttindi sjóðfélaga hækkað umtalsvert umfram verðbólgu, en frá árinu 2002 hefur hækkunin numið 22,4% umfram hækkun vísitölu neysluverðs.