Afgreiðsla umsókna orlofshúsa að ljúka
Umsóknir um sumarhús hjá Verk Vest eru töluvert fleiri fyrir orlofssumarið 2009 en hefur verið undanfarin ár, til samanburðar voru 134 umsóknir í ár á móti 119 umsóknum síðasta sumar, sem var þó mjög gott. Þrátt fyrir fjölgun umsókna virðast þær dreifast nokkuð vel og þurftir eingöngu að draga um nokkrar tímabil í júlí í Svignaskarði og Ölfusborgum. Aldrei slíku vant þurfti ekki að draga um verslunarmannahelgina sem hefur hingað til verið mjög umsetin af félagsmönnum.