Gleðilegt sumar !

Starfsfólk skrifstofu verkalýðsfélaganna óskar félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum gleðilegs sumar með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum vetri. Jafnframt er minnt á á skrifstofan er lokuð sumardaginn fyrsta en við opnum aftur föstudaginn 20. apríl kl.08.00.

Gleðilegt sumar !

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra góðs og heillaríks sumars. Skrifstofan verður að venju lokuð sumardaginn fyrsta – opnum aftur kl 08:00 á föstudag.Þeir sem hafa fengið úthlutað bústöðum hjá félaginu eru minntir á að staðfesta pantanir fyrir 20. maí nk. Minnum einnig á skráningar í orlofsferðir félagsins um Ísafjarðardjúp, Eyjafjörð og fjölskyldudag í […]

Perlufiskur – Hótar að segja upp öllu starfsfólki !

Í fréttum svæðisútvarps Vestfjarða kemur fram sú ósmekklega hótun framkvæmdarstjóra Perlufisks á Bíldudal að öllu starfsfólki verði sagt upp verði byggðarkvóti lagður af. En eingöngu 20% af hráefnisöflun Perlufisks treystir á byggðarkvóta að sögn framkvæmdarstjóra Perlufisks. Þetta kemur fram í viðtali sem svæðisútvarp Vestfjarða átti við framkvæmdarstjóra fyrirtækisins, viðtalið í heild má nálgast hér.