Merki Verk Vest komið á sinn stað
Nokkuð er um liðið síðan stærstur hluti merki félagsins fauk af og skildi eftir sig frekar ljótt sár á vegg húsnæðis Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Höfðu gestir og gagngandi orð á því að ástandið væri félaginu til skammar. Nú hefur verið unnin bragarbót þar á, en starfsmenn 3X – Technology sáu um hönnun og uppsetningu á merkinu.
Almennur félagsfundur og aðalfundur Baldurs deildar Verkalýðsfélags Vestfirðinga
Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt almennan félagsfund í gær. Tilefnið var kosning fulltrúa á ársfund Lífeyrissjóðs Vestfirðinga sem verður haldinn þann 21. maí nk. á Hótel Ísafirði. Samkvæmt reglum sjóðsins á félagið rétt á 28 fulltrúum sem hafa atkvæðisrétt á fundinum, en fundurinn er opinn öllum sjóðsfélögum sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Byggjum réttlátt þjóðfélag – tökum öll þátt í hátíðarhöldunum á 1. maí
1. maí
Byggjum réttlátt þjóðfélag og tökum öll þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna.
Á Ísafirði verður lagt af stað í kröfugönguna frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. Á Suðureyri verður lagt af stað frá Brekkukoti kl. 14:00 og gengið að sudlauginni þar sem hátiðarhöldin hefjast með boðsundi. Á Patreksfirði verða hátíðarhöld með hefðbundnu sniði þar sem boðið verður í kaffi í félagsheimilinu. Þá verður að vanda haldið 1. Maí BINGÓ og eru vinningarnir veglegir að vanda, en meðal vinninga er vikudvöl í olofshúsi Verk Vest og helgardvöl í orlofsíbúð félagsins. Þá hvetur 1. maí nefnd stéttarfélaganna alla sem luma á kröfuspjöldum frá opnu fundunum á Silfurtorgi í vetur til að mæta með þau í gönguna, eða jafnvel búa til ný og mæta með þau.