Góð þátttaka í 1. maí hátíðarhöldum hjá Verk Vest

Veðrið lék við göngumenn í kröfugöngu stéttarfélaganna á 1. maí á Ísafirði og var mikið fjölmenni í göngunni. Óvenju mörg kröfuspjöld voru á lofti og lýsir það kannski best því ástandi sem er í samfélaginu. Gengið var sem leið niður Pollgötuna að Edinborgarhúsinu þar sem hátíðarhöldin fóru fram. Aðalræðumaður dagsins var Matthildur Helga og Jónudóttir feministi og framkvæmdarstjóri hjá vestfirska tölvufyrirtækinu Snerpu. Matthildur lagði út frá “Nallanum” í ræðu sinni og kom einnig inn á það uppbyggingarstarf sem væri framundan, þar yrðu allir að vinna að sameiginlegu markmiði.