ASÍ leggur fram helsu áherslur í viðræðum við stjórnvöld – langlundargeð launþegasamtaka þrotið !

Á fundi forseta og varaforseta Alþýðusambandsins með oddvitum stjórnarflokkana í gær voru áherslur ASÍ gegn bráðavanda heimila og atvinnulífs lagðar fram. Á fundinum fóru fulltrúar launafólks yfir drög að þríhliða sáttmála um stöðugleika, en verkalýðshreyfingin hefur lagt á það áherslu að koma í veg fyrir að mistök í hagstjórn undanfarinna ára endurtaki sig.