Kynningarfundur ráðgjafa Virk starfsendurhæfingarsjóðs

Fyrsti kynningarfundur ráðgjafa Virk starfsendurhæfingarsjóðs var haldinn í fundarsal Verk Vest í dag. Ætlunin var að ráðgjafar frá Virk í Reykjavík kæmu til fundarins en vegna hvassviðris var ekki unnt að fljúga vestur í tæka tíð. Í stað þess að fresta fundinum var brugðið á það ráð að Fanney Pálsdóttir ráðgjafi sjóðsins á Vestfjörðum sæi um kynninguna sem tókst í alla staði mjög vel. Nokkuð líflegar umræður urðu að lokinni kynningunni og var það mál fundarmanna að hugmyndafræðin um snemmbær inngrip í veikindaferli einstaklingsins væri úrræði sem hefði vantað.