Bíldudalssókn færðar góðar gjafir
Á stjórnarfundi Verk Vest sem var haldinn laugardaginn 16. maí í Gamla skóla á Bíldudal voru Bíldudalssókn færðar góðar gjafir. En á stjórnarfundi þann 1. apríl sl. var samþykkt að eignarhlutur Verk Vest í Gamla skóla yrði færður Bíldudalssókn að gjöf. Með gjöfinni fylgdi allt innbú í eigu félagsins og aðrir þeir munir í eigu félagsins sem hafa sögulegt gildi fyrir Bíldudal. Þá var sóknarnefnd einnig færð peningagjöf til viðhalds á húsinu. Formaður sóknarnefndar ásamt sóknarpresti Bíldælinga færðu félaginu góðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf og vonaðist til áframhaldandi góðs samstarfs við félagið í framtíðinni.