Krafa um tímabundna aftengingu vísitölu neysluverðs aldrei brýnni

Eitt af brýnustu framhaldsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar hlýtur að vera tímabundin aftenging vísitölu neysluverðs. Þannig verði hægt að draga úr jaðaráhrifum skattahækkana sem voru samþykkt af Alþingi í gærkvöldi. Verði þetta ekki gert mun allt tal um hina margfrægu skjaldborg heimilanna snúast upp í andhverfu sína. Við höfum ekki farið varhluta af hækkuðum álögum á eldsneytisverð á undanförnum vikum. Það munar alla um þær 16 krónur sem bensínlíterinn hefur hækkað síðustu tvær vikur. Álögur á alla landsmenn í formi aukinna jaðarskatta verður að linna.