Fundur stjórnar og trúnaðarráðs – tilboð SA.
Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest hefur verið boðað til fundar vegna tilboðs sem SA hefur lagt fram í viðræðum um stöðugleika á vinnumarkaði. Á formannafundi SGS hjá sáttasemjara í gær var farið yfir stöðuna og það tilboð sem SA hefur lagt fyrir samninganefnd ASÍ. Tilboðið gengur út á að tvískipta launahækkunum sem áttu að koma inn þann 1. mars sl. þannig að frá 1. júlí hækki taxtalaun á almennum markaði um kr.6.750, þann 1. nóvember hækki laun aftur um kr.6.750 og þá muni launaþróunartrygging upp á 3,5% einnig koma til framkvæmda. Þá vilja SA fresta launahækkun sem átti að taka gildi 1. janúar 2010 til 1.september 2010.