Stöðugleikasáttmáli og samkomulag um breytingar á kjarasamningi undirrituð
Á öðrum tímanum í dag var gengið frá samkomulagi um breytingar á kjarasamningi milli aðildarfélaga ASÍ og SA, þá var einnig undirritaður Stöðugleikasáttmáli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins um endurreisn íslensks efnahagslífs. Það er von þeirra sem að sáttmálanum standa að hann skpi nýja von og tiltrú á íslenskt atvinnulíf, efnahag og samfélag. Öllum má þó vera ljóst að þær þengingar sem framundan eru verða ekki með öllu sársaukalausar og munu heimili landsmanna ekki fara varhluta af því. Líklegt er að verr hefði getað farið ef samkomulaginu hefði ekki verið náð.
Atvinnuleysistryggingar eru nú samkeyrðar við staðgreiðslugrunn Ríkisskattstjóra
Þeir umsækjendur um atvinnuleysistryggingar sem hafa tekjur þurfa því ekki lengur að skila inn afriti af launaseðlum né upplýsingum um reiknað endurgjald. Þessi í stað er mikilvægt að umsækjendur sem hafa tekjur geri grein fyrir þeim með því að fylla út eyðublaðið „Áætlun um tekjur” sem er að finna hér á vefnum. Ef ekki hefur verið gerð grein fyrir öllum tekjum má búast við að greiðslur stöðvist þar til upplýsingar um þær berast Greiðslustofu.