Vel heppnaður fjölskyldudagur Verk Vest í Raggagarði

Félagsmenn í Verk Vest og fjölskyldur þeirra áttu frábæra samverustundi í Raggagarði í Súðavík í sól og blíðu á laugardaginn var. Komu félagsmenn víða af félagssvæðinu á þennan frábæra fjölskyldustað, sem sumir höfðu á orði að væri alltof vel geymt leyndarmál sem þeir væru að uppgötva fyrst nú. Verkalýsðfélag Vestfirðinga færði garðinum veglegt útgrill sem var hannað og smíðað af Steinþóri Bragasyni hjá Vélsmiðju Ísafjarðar, en kappinn er oft kenndur við ráðgjafafyrirtæki sitt sem heitir Alsýn. Grillið er allt hið vandaðasta og smíðað úr rústfríu stáli.