Niðurstaða samninganefndar Verk Vest verður gerð opinber 13. júlí
Á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Vestfirðinga þann 25. júní sl. kynnti formaður félagsins samkomulag ASÍ og SA og einnig stöðugleikasáttmála milli aðila vinnumarkaðarins og rískisstjórnarinnar. Það má vera ljóst á sáttmálanum að landsmenn munu ekki fara varhluta af þeim gríðarlega niðurskurði sem og þeim skattahækkunum sem þar eru boðaðar. En einnig má vera ljóst að ef samkomulag um breytingar á kjarasamningi hefði ekki náðst þá gæti staða launamanna orðið mun verri. Þess ber þó að geta að samkomulagið felur í sér frestun á endurskoðunarákvæði kjarasamninga sem þurfa að liggja fyrir eigi síðar en 27. október nk.
Félagsferð Verk Vest um Ísafjarðardjúp þótti takast vel
Það voru ánægðir félagsmenn sem stigu út úr rútunni að kvöldi laugardagsins 13. júní sl. eftir hringferð um Ísafjarðardjúp. Hópurinn sem taldi 41 félagsmann lagði af stað kl. 10 um morguninn undir styrkri fararstjórn Ara Sigurjónssonar oftast kenndur við bæinn Þúfur í Vatnsfirði. Ari gjörþekkir staðhætti í djúpinu eftir áratugalangan búskap þar áður en hann flutti á mölina. Hópurinn kom við í Ögri þar sem Halldór Hafliðason tók á móti hópnum og lóðsaði hann um gamla kirkjustaðinn í Ögri. Á inn eftir leiðinni var stutt stopp hjá Ferðaþjónustunni í Reykjanesi,
Laust í íbúð í Reykjavík 3. – 10 júlí
Vegna forfalla var tímabilið 3. – 10. júlí á Hagamel að losna. Nú er um að gera að bregðast fljótt við og hafa samband við skrifstofu félagsins í 4565190. Fyrstur kemur fyrstur fær.