Ný spá hagdeildar ASÍ staðfestir miklar þrengingar framundan
![](https://staging.verkvest.is/wp-content/uploads/2009/07/image4a4c77728a4d3.jpg)
Samkvæmt því sem kemur fram í spá hagdeildarinnar þá munum landsmenn sigla inn í tvö mjög erfið ár þar sem landsframleiðsla mun dragast mikið saman og mikið atvinnuleysi mun vera viðvarandi. Ekki fari að draga úr atvinnuleysinu fyrr en kemur fram á árið 2011. Eins og við velflest höfum fengið að kynnast þá hafa heimilin ekki farið varhluta af þeim þrengingum sem yfir okkur ganga og eins og kemur fram í spánni þá mun staða heimilanna áfram verða þröng þar sem ráðstöfunartekjur lækka og atvinnuástandið verður áfram slæmt.