Skrifað undir kjarasamning við sveitarfélögin

Samkomulag um framlengingu og breytingu á kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga var undirrituð í gærkvöldi. Gildistími samkomulagsins er frá 1. júli 2009 – 30. nóvember 2010 án endurskoðunarákvæða og tekur ný launatafla gildi frá og með 1. júli 2009 verði samningurinn samþykktur. Í samkomulaginu kveður einnig á um að lágmarkslaun fyrir fullt starf skuli vera kr. 157.000 frá 1. júli 2009 kr. 165.00 frá 1. nóvember og kr. 170.000 þann 1. júní 2010. Þetta á við um starfsmenn sem eru 18 ára og eldri sem hafa starfað í fjóra mánuði samfellt hjá sama sveitarfélagi. Laun fyrir tímamælda ákvæðisvinnu og fermetragjald í ræstingu hækka um 11.4% á samningstímanum. Orlofsuppbót hækkar í kr 25.800 fyrir árið 2010 en desemberuppbótin verður óbreytt út samningstímabilið.