Víðtæk samstaða innan ASÍ um samkomulag við SA

Mikill meirihluti samninganefnda innan landsambanda ASÍ samþykktu samkomulag sem samninganefnd ASÍ skrifaði undir við Samtök atvinnulífsins (SA) þann 25. júní síðast liðinn. Samkvæmt því munu almenn taxtalaun því hækka um kr 6.750 frá 1. júlí 2009, taxtalaun skrifstofufólks og faglærðra iðnaðarmanna hækka um kr 8.750. Gangi aðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir þannig að svigrúm myndist til vaxtalækkana mun það ýta enn frekar undir að samkomulagið við SA haldi. Að því gefnu munu almenn taxtalaun því hækka aftur þann 1. nóvember um kr 6.750 og taxtalaun skrifstofufólks og faglærðra iðnaðarmanna um kr 8.750 þá munu þeir launahópar sem ekki eru á taxtalunum fá 3,5% hækkun að því gefnu að laun þeirra hafi ekki hækkað frá 1. janúar – 1. nóvember 2009. Aðrar kjarabreytingar sem áttu að taka gildi þann 1. janúar 2010 munu þá taka gildi þann 1.júní 2010 má þar nefna að taxtalaun hækka um kr 6.500.