Utanhússviðgerðir á Pólgötu 2

Tilboð í útanhúsviðgerðir og málun. Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar eftir tilboðum í utanhúsviðgerðir á húsi félagsins Pólgötu 2 á Ísafirði. Í tilboðinu skal eftirfarandi vera innifalið: múrviðgerðir á útveggjum, endurnýjun á þakrennum og niðurföllum, gler endurnýjað þar sem þörf er á ásamt glerlistum þá skal skipt um alla undirlista. Opnanleg fög, þéttikantar, lamir o.þ.h. verði yfirfarið […]

Kaupgjaldsskrár uppfærðar

Í ljósi þess að samninganefndir ASÍ og SA hafa samþykkt samkomulagið frá 25. júní síðast liðnum þá hafa allflest landssambönd innan ASÍ nú uppfært sína launataxta. Verið er að vinna í að uppfæra launataxta á heimasíðu félagsins, þangað til þeirri vinnu er lokið bendum við félagsmönnum okkar á að nota eftirfarandi tengla þangað til þeirri vinnu verður lokið. Einnig er hægt að koma við á skrifstofu félagsins og fá útprentun á töxtunum, eða hafa samband og fá þá senda heim.