Miðstjórn ASÍ ályktar um greiðsluvanda heimilanna

Á fundi miðstjórnar ASÍ var samþykkt ályktun um greiðsluvanda heimilanna. Í ályktuninni er aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart þeim vanda sem almenningur í landinu stendur frammi fyrir harðlega gagnrýndur. Öll getum við verið sammála um að alltof miklum tíma hafi verið verið eytt í Icesavemálin í stað þess að ráðast í verkefni sem snúa að því að verja stöðu almennings í landinu. Þá hefur ekkert komið frá stjórnvöldum sem gefa vonir um að stöðugleikasáttmáli sem aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu fyrr í sumar muni halda að óbreyttu.Ályktun miðstjórnar ASÍ er eftirfarandi.