Laun og starfshlutfall rúmlega þriðjungs launafóks skertur

Í skoðunarkönnun sem Capacent Gallup vann fyrir ASÍ kemur fram að laun 35% þeirra sem eru í launaðri vinnu hafa lent í því að starfshlutfall eða laun hafa verið skert. Flestir af þeim sem hafa orðið fyrir skerðingu eða 18% hafa lent í launalækkun, þá hefur vinnutími hjá 9% svarenda verið skertur og 8% hafa orðið fyrir annarskonar skerðingu. Þetta er gríðarleg aukning frá því í desember 2008, en þá höfðu um 21% launafólks orðið fyrir skeðingu launa. Lang stærstur hluti þeirra sem hafa orðið fyrir skerðingu í formi lækkunar launa eða styttri vinnutíma eru iðnaðarmenn eða 40%.