Störf félagsmanna Verk Vest á þjónustudeildinni á Hlíf lögð niður
Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld var ákveðið með atkvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að loka Þónustudeild aldraðra á Hlíf á Ísafirði. Tillaga bæjarfulltrúa Í-listans um að vísa málinu til félagsmálanefndar og þjónustuhóps aldraðra var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Með þessari ákvörðun eru fimm aldraðir einstaklingar sviptir heimili sínu og tíu starfsmenn missa vinnuna.Starfsfólki þjónustudeildar hefur sinnt störfum sínum í algjörri óvissu um atvinnuöryggi undanfarin misseri. Engin skýr svör hafa borist frá bæjaryfirvöldum um næstu skref er varðar framtíð starfsfólksins fyrr en á bæjarstjórnarfundi sem var haldinn í gær.