Mikill verðmunur á umfelgun og smurþjónustu
Í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á kostnaði við umfelgun og smurþjónustu kemur fram mikill verðmunur á þeirri þjónustu, verðmunurinn er sýnu meiri í smurþjónustu en umfelgun. ASÍ vann könnunina í samstarfi við Framsýn, Ölduna stéttarfélag, Einingu-Iðju og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hjá 10 þjónustuaðilum víðs vegar um Norðurland og á Ísafirði mánudaginn 12. október sl. Munur á hæsta og lægsta verði á smurþjónustu fyrir minni meðalbíl (t.d. Ford Focus), reyndist tæplega 2.500 kr. eða 101% verðmunur. Munur á hæsta og lægsta verði þjónustu fyrir jeppa reyndist vera rúmlega 4.100 kr, sem er 117% verðmunur.