Vel heppnuð fræðsluferð í Reykjanes
Eins og kom fram í auglýsingu hér á vefnum þá stóð Verkalýðsfélag Vestfirðinga fyrir fræðsluferð inn í Reykjanes við Ísafjarðardjúp dagana 16 – 17.október. En með tilkomu nýrrar brúar yfir Mjóafjörð er Reykjanesið orðinn frábær valmöguleiki fyrir hópa og félagasamtök sem vilja njóta næðis og friðar í fallegri náttúru. Á tímabili leit þó út fyrir að fresta þyrfti ferðinni eina ferðina enn og nú vegna veikinda bæði hjá félagsmönnum og leiðbeinendum.