Byggjum réttlátt Þjóðfélag – yfirskrift ársfundar ASÍ 2009

Ársfundur ASÍ 2009 verður haldinn á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut dagna 22. og 23. október. Yfirskrift fundarins verður Byggjum réttlátt þjóðfélag þar sem áherslan verður á hag heimilanna, efnahags- og kjaramál og atvinnumál og samfélagslega ábyrgð. Verkalýðsfélag Vestfirðinga á rétt á 6 ársfundarfulltrúum þetta árið, en Finnbogi Sveinbjörnsson, Ólafur Baldursson, Gunnhildur Elíasdóttir, Halldór Gunnarsson, Finnur Magnússon og Erna Sigurðardóttir voru kosnir sem fulltrúar félagsins. Allar upplýsingar varðandi umræðuskjöl fundarins má nálgast hér.